Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrir­tækin sækja í verð­tryggð lán sam­hliða hækkandi vaxta­stigi

Útlánavöxtur til atvinnulífsins er núna í auknum mæli borinn uppi af verðtryggðum lánum samhliða hækkandi vaxtastigi en ásókn fyrirtækja í slík lán hefur ekki verið meiri um langt skeið. Eftir vísbendingar um að draga væri nokkuð úr nýjum útlánum til fyrirtækja jukust þau talsvert að nýju í liðnum mánuði.

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Hækkar vextina um 50 punkta og sendir harðan tón vegna hættu á „þrálátri“ verðbólgu

Peningastefnunefnd Seðlabankans gekk lengra en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um þegar hún hækkaði meginvexti bankans um 50 punkta í morgun, úr 8,75 prósentum í 9,25 prósent, og vísaði til þess að þrátt fyrir að mæld verðbólga hafi komið niður að undanförnu þá eru verðbólguhorfur til lengri tíma nánast óbreyttar. Hætta er á þrálátri verðbólgu og nefndin telur því nauðsynlegt að herða taumhaldið enn frekar á næstunni. 

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxta­hækkun

Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum.

Von á tals­verðu inn­flæði fjármagns með upp­færslu Al­vot­ech í vísi­tölur FTSE

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech, verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði skarpt fyrir lokun markaða í gær en búast má við talsverðu fjármagnsinnflæði frá erlendum vísitölusjóðum þegar félagið bætist í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa tilheyrt sömu vísitölum frá því í fyrra.

Slíta hlutabréfasjóðnum Akta Atlas eftir brotthvarf Davíðs

Hlutabréfasjóðnum Akta Atlas, sem var stofnaður fyrir þremur árum og fjárfestir einkum í erlendum hlutabréfum, hefur verið slitið en sjóðurinn hafði minnkað verulega að stærð á síðustu misserum. Ákvörðun um slit sjóðsins kemur á sama tíma og sjóðstjóri hans hætti hjá Akta og réð sig yfir til VEX.

Háar verð­bólgu­væntingar knýja her­skáan Seðla­banka í 50 punkta vaxta­hækkun

Fyrri yfirlýsingar peningastefnunefndar gefa skýrt til kynna að nefndin sé í „kapphlaupi við tímann“ um að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hafa lítið breyst frá síðustu vaxtahækkun, áður en kjaraviðræður hefjast og því er útlit fyrir að vextir Seðlabankans hækki um 0,5 prósentur í næstu viku, að mati greiningar Arion banka. Misvísandi merki eru um að farið sé að hægja á innlendri eftirspurn en hagfræðingar Arion vara við því að hætta sé á að vaxtahækkanir „gangi of langt“ og nefndin vanmeti mögulega skaðlegu áhrifin af þeim á hagkerfið.

Sjá meira