Innherji

Fékk yfir þrjú hundruð milljóna bónus þegar sam­runi JBT og Marel kláraðist

Hörður Ægisson skrifar
Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marel nokkrum dögum áður en bandaríska félagið John Bean Technologies falaðist eftir því að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Samruni félaganna kláraðist á fyrstu dögum þessa árs og er markaðsvirði JBT-Marel í dag um 900 milljarðar.
Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marel nokkrum dögum áður en bandaríska félagið John Bean Technologies falaðist eftir því að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Samruni félaganna kláraðist á fyrstu dögum þessa árs og er markaðsvirði JBT-Marel í dag um 900 milljarðar.

Árni Sigurðsson, sem er núna tekinn við sem aðstoðarforstjóri JBT-Marel, fékk í sinn hlut sérstaka bónusgreiðslu upp á samanlagt meira en þrjú hundruð milljónir króna þegar risasamruni félaganna formlega kláraðist í byrjun þessa árs. Til viðbótar fær Árni einnig umtalsverðan árangurstengdan kaupauka vegna ársins 2024 og samkvæmt nýjum ráðningarsamningi innihalda launakjör hans hjá sameinuðu fyrirtæki margvíslegar hvatatengdar greiðslur, meðal annars umfangsmikla kauprétti og annars konar bónusgreiðslur.


Tengdar fréttir

Biðstaða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.

Ætla að samþykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.

Gjald­eyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×