Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi. 19.10.2022 14:30
Áformar að styrkja fjárhagsstöðuna eftir helmingslækkun á Marel Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu. 19.10.2022 07:04
Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta. 18.10.2022 07:01
Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins. 17.10.2022 13:07
Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs. 13.10.2022 17:31
Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum. 12.10.2022 09:01
Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu. 11.10.2022 12:01
Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“ Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda. 10.10.2022 18:01
Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum. 10.10.2022 10:30
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. 9.10.2022 16:00