Ragnar telur Íslendinga ófæra um að stýra efnahagsmálum Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands hefur látið í ljós þá skoðun að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er honum sammála. 22.9.2023 13:58
Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22.9.2023 11:54
Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. 21.9.2023 17:11
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21.9.2023 16:04
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21.9.2023 14:11
Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru. 21.9.2023 11:10
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. 21.9.2023 10:30
Sadískt umsóknarferli um listamannalaun „Ég sit hér í næði á kontórnum og skrifa næstu bók,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Hann var að senda frá sér nýja sögu sem heitir Kletturinn og þegar byrjaður á þeirri næstu. 21.9.2023 08:00
Jeremy Corbyn kemur Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag. 20.9.2023 11:14
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19.9.2023 15:21