Fréttamaður

Jóhann K. Jóhannsson

Jóhann er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins

Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti.

Ráðist verður í endur­heimt gróður­fars í Vopna­firði

Á næstu árum verður reynt að breyta og bæta landsvæði nærri Selá við Vopnafjörð. Ráðist verður í nýskógrækt og endurheimt gróðurfars. Verkefnið er hluti af verkefni Jim Ratcliffes við verndun laxastofnsins á svæðinu.

Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri

Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum.

Skelltu sér á Þorbjörn og bættu öryggi á sjó

Áhöfnin á TF-LIF hefur í dag aðstoðað starfsmenn Neyðarlínunnar við endurbætur á fjarskiptabúnaði á fjallinu Þorbirni. Búnaðurinn sem um ræðir er nauðsynlegur fyrir fjareftirlit skipa og báta á sjó en kominn var tími á endurbætur.

Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni

Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir.

Lögreglan lagði hald á mikið magn vopna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra fóru í gær og lögðu hald á nokkurt magn vopna í húsi í Kjós. Vopnin voru í vörslu manns sem ekki var skráður fyrir þeim eða ekki voru skráð.

Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli.

Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með.

Sjá meira