Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12.5.2024 17:00
Guðný og Pétur selja glæsihöll í Garðabæ Guðný Helga forstjóri VÍS og Pétur Rúnar flugstjóri hjá Icelandair hafa sett hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 274,3 fermetra einbýli á tveimur hæðum, sem hægt væri að breyta í tveggja íbúða hús. Ásett verð er 220 milljónir. 12.5.2024 15:22
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12.5.2024 14:08
Kviknaði í bragga á Egilsstöðum Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi. 12.5.2024 12:45
Meistari B-kvikmyndanna látinn Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. 12.5.2024 12:15
Leiðin að lengsta skíðastökki allra tíma Á Youtube er nú vinsælt myndband í dreifingu sem sýnir skíðastökkið sem framkvæmt var á Akureyri í apríl og allan undirbúning þess. Japaninn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri 24. apríl síðastliðinn. 12.5.2024 10:48
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12.5.2024 10:02
Norski stigakynnirinn hættir við Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. 11.5.2024 16:43
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11.5.2024 15:33
Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. 11.5.2024 12:44