Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 22:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira