Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Strokufanginn gómaður eftir tveggja vikna flótta

Danelo Cavalcante, morðingi sem hefur gengið laus síðustu tvær vikur, hefur verið gómaður. Hann slapp úr fangelsi í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna á ótrúlegan átt á dögunum.

Losun gróðurhúsalofts rúmum sjö prósentum hærri

Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var rúmar þrjár milljónir tonna á fyrra helmingi þessa árs. Það er rúmlega sjö prósent aukning frá því í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni, en tölurnar eru byggðar á bráðabirgðarreikningum.

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Þrír stjórnendur til Borealis Data Center

Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Allir nema einn út­skrifaðir eftir rútu­slysið

Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins.

Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar

Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.

Sjá meira