Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Æðsti klerkurinn stýrði út­för íranska for­setans

Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran.

Vitna­leiðslum lokið án fram­burðar Trump

Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust.

Þrjá­tíu ár fyrir á­rásina á mann þing­for­setans

Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns

Öll með að­stöðu til að fagna sigri með stuðnings­mönnum

Allir frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 sögðust tilbúnir að taka á móti stuðningsmönnum við heimili sín ef þeir ná kjöri sem forseti. Arnar Þór Jónsson sagðist geta séð yfir þúsundir manna á túninu heima hjá sér.

Fresta í­búa­kosningu í Ölfusi um mölunar­verk­smiðju

Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað.

Sjá meira