Maður reyndi að stela reiðhjóli með öxi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tilraun til hjólaþjófnaðar sem átti sér stað við reiðhjólaverslunina Ellingsen á Granda. Öxi var notuð við tilraunina. 23.7.2023 14:57
Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. 23.7.2023 14:00
Enginn dagdrykkjumaður á Djúpavogi ÁTVR hefur ákveðið að stytta enn frekar opnunartímann í verslun sinni á Djúpavogi. Fólk fæst ekki til þess að vinna í versluninni. 23.7.2023 11:04
Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund. 23.7.2023 08:19
Neituðu að segja til nafns eða gefa upp kennitölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í gærkvöldi og nótt. Í Vesturbænum voru skötuhjú í annarlegu ástandi handtekin og vistuð í fangaklefa vegna líkamsárásar og eignaspjalla. 23.7.2023 07:12
Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. 22.7.2023 17:14
Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22.7.2023 15:37
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22.7.2023 15:01
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22.7.2023 12:46
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22.7.2023 10:46