Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 14:00 Bjarni kennir starfsfólki matvælaráðuneytisins um styttingu strandveiðitímabilsins en hvetur ráðherra til að breyta ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð
Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15