Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. 9.12.2025 06:32
Ummæli Þórunnar dapurleg Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti. 8.12.2025 21:01
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. 8.12.2025 15:28
Lífið gjörbreytt Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. 8.12.2025 08:43
Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 8.12.2025 06:31
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5.12.2025 15:23
Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2. 5.12.2025 12:19
Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja. 5.12.2025 11:52
Tímamót og bylting í nýju Konukoti Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi 5.12.2025 09:31
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. 5.12.2025 08:43