Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. 27.6.2024 06:45
Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. 27.6.2024 06:13
Gera úttekt á mat í skólum Árborgar: Gjörunnin matvæli þrisvar í viku Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu. 26.6.2024 14:00
Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. 26.6.2024 07:52
Hægviðri og lítilsháttar skúrir Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil. 26.6.2024 06:55
Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26.6.2024 06:47
Assange frjáls og á leið til Ástralíu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. 26.6.2024 06:25
Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. 25.6.2024 15:31
Söngvari Crazy Town látinn Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. 25.6.2024 13:55
Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. 25.6.2024 13:35