Um 700 manns mættu á Apavatn Um 700 manns mættu á Apavatn rétt við Laugarvatn um helgina á fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er með eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins við vatnið. 18.6.2024 20:04
Bjuggu til 47 síðna EM hefti til að dunda við Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi í samstarfi við ungan Eyjamann, Kristófer Daða Viktorsson, 9 ára hafa gert „EM 24 verkefnahefti” í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu. 17.6.2024 19:11
Átta ára með sinn eigin bíl á bílasýningu á Akureyri Á bílasýningu Akureyrar í dag, þjóðhátíðardaginn, 17. júní verða til sýnis þrír nýsmíðaðir torfærubílar, og eru það þrjár kynslóðir sem sýna hver sinn bíl. Bílarnir heita Léttfeti, Snáðinn og Snúðurinn. 17.6.2024 08:05
Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. 16.6.2024 20:05
Jarðaberjarækt í grænum iðngarði í Helguvík Framkvæmdastjóri Kadeco á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli segir það draumaverkefni að fá að stýra allri uppbyggingunni, sem mun eiga sér stað á næstu árum á Ásbrú og svæðinu í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann segir mikið kallað eftir því að fá starfsfólk Kadeco á erlendan vettvang til að kynna verkefnið. 16.6.2024 12:44
Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. 15.6.2024 19:59
Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. 15.6.2024 13:08
Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. 14.6.2024 20:46
Borða með puttunum á Hellu Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. 13.6.2024 21:04
85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. 12.6.2024 20:04