Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. 24.7.2023 20:30
Hefur kennt sundleikfimi í sjálfboðavinnu í ellefu ár á Akureyri Það er mikið fjör og góð stemming í sundlauginni á Akureyri alla morgna virka daga klukkan 10:30 því þá er ókeypis sundleikfimi fyrir bæjarbúa og gesti laugarinnar. 23.7.2023 21:17
Um 1200 hjólreiðakeppendur á Hvolsvelli Hjólreiðakeppnin „The Rift“ fer fram á Hvolsvelli og nágrenni um helgina. Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið ört stækkandi. Nú taka þátt 1200 keppendur sem hjóla 100 eða 200 km leið frá Hvolsvelli, inn á Fjallabak og til baka. Mikið umstang fylgir slíkri keppni og þessum 1200 keppendum fylgir annað eins af aðstoðar- og stuðningsfólki. Því er ljóst að margt verður um manninn og mikið líf á Hvolsvelli alla helgina. 22.7.2023 13:43
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20.7.2023 09:31
Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. 18.7.2023 20:04
Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. 17.7.2023 20:30
Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. 13.7.2023 20:31
Nýjar kirkjutröppur á Akureyri tilbúnar í október Vinsælustu kirkjutröppum landsins hefur verið lokað en það eru tröppurnar við Akureyrarkirkju. Ástæðan er sú að það á að útbúa nýjar tröppur með snjóbræðslu í öllum þrepum og pöllum. Kostnaður við verkið er um tvö hundruð milljónir króna. 2.7.2023 20:30
Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir. 1.7.2023 20:31
Sérstakt Eric Clapton herbergi á Hótel Blönduósi Heilmikið líf er að kvikna í gamla bænum á Blönduósi því þar er búið að vera að gera upp gömul hús og koma þeim í rekstur, meðal annars Hótel Blönduósi þar sem Eric Clapton á sitt eigið herbergi. 26.6.2023 20:49