Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Laxveiði hafin í Ölfusá

Fjölmenni mætti snemma í morgun við veiðisvæði Stangaveiðifélags Selfoss til að fagna því að laxveiði sumarið 2023 er formlega hafið í Ölfusá. Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar tók fyrstu köstin.

33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna

Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna.

Sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunverðarkörfu

Eldri borgar í Flóahreppi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunarverðarkörfu að gjöf til íbúa níutíu ára og eldri í tilefni dagsins. Um var að ræða sjö heimili í sveitinni.

Helmingur kúabúa landsins eru með róbót

Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna.

Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega

Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag.

Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns

Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa.

Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi

Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna.

Horfa þurfti á stöðu íslenskra kjúklingabænda

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segist skilja vel þá miklum umræðu, sem hefur átt sér stað á Alþingi síðustu daga og víða í þjóðfélaginu um kjúklingabringurnar frá Úkraínu. Hún segir að það hafi þurft að horfa á stöðu kjúklingabænda hér á landi gagnvart innflutningi.

Sjá meira