Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Tilnefningar til hönnunarverðlauna Íslands voru kynntar í gær en verðlaunin verða afhent í byrjun nóvember. Tilnefnt er í þremur flokkum, vöru, stað og verki, og eru þrjár tilnefningar í hverjum flokki. 30.10.2025 13:38
Barnastjarna bráðkvödd Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. 30.10.2025 12:31
Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Patrekur Jaime tekur hrekkjavökuna með trompi í ár og ætlar að klæða sig í þrjá metnaðarfulla búninga. Þema búninganna eru „latínó íkon“ og sá fyrsti er brasilíska ofurfyrirsætan Adriana Lima. 30.10.2025 11:08
Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir fagnaði fertugsafmæli sínu með vinkvennaferð þar sem allar vinkonurnar fengu sér eins húðflúr. Fanney lét líka flúra á sig brúðkaupsdaginn en ruglaðist aðeins í ríminu. 29.10.2025 14:53
Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. 29.10.2025 11:47
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? 28.10.2025 18:00
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. 28.10.2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. 28.10.2025 12:09
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28.10.2025 10:32
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28.10.2025 07:03