Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Færeyingar fara heim með verðlaun í bæði kvikmynda- og bókmenntaflokki. 21.10.2025 10:32
Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag. 21.10.2025 08:01
Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Aron Can Gültekin, tónlistar- og athafnarmaður, varð fyrir barðinu á svikahröppum þegar hann millifærði fjórar milljónir króna á reikning sem hann taldi vera í eigu erlends viðskiptaaðila. 20.10.2025 13:29
Þórunn seld og tuttugu sagt upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda. 20.10.2025 10:39
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. 17.10.2025 16:12
Slíta sambandinu en vinna áfram saman Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli. 17.10.2025 15:19
Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ „Ár…. Í dag er ár síðan ég fékk að lifa. Atvik sem virkar svo þokukennt, óraunverulegt. Blákaldi veruleikinn er hins vegar sá að þetta gerðist. Barnsfaðir minn og fyrrum maki reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann.“ 17.10.2025 12:17
Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. 17.10.2025 10:22
Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tískusýning undirfatarisans Victoria's Secret fór fram í gærkvöld en þar mátti sjá kasólétta Jasmine Tooks stíga fyrsta á svið, fjölmargar glæsilegar kanónur rifja upp gamla takta og nýliða sem skinu skært. 16.10.2025 17:25
Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. 16.10.2025 14:32