Sjáðu aukafréttatímann vegna eldgossins í heild sinni Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni. 17.3.2024 10:03
Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17.3.2024 06:58
Mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum Doktor í svefnrannsóknum segir svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. Það sé mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum og þeim hormónasveiflum sem konur fari í gegnum í hverjum mánuði. Hún ætlar sér langt með nýútkomið smáforrit sem einblínir á svenheilsu kvenna. 16.3.2024 15:01
Barn flutt með þyrlu eftir hestaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út vegna hestaslyss í uppsveitum Árnessýslu, sem þótti þá vera alvarlegt. Barn hafði þar lent í slysi. 16.3.2024 14:57
„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. 16.3.2024 13:57
Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. 16.3.2024 11:22
Hæglætisveður í dag en gular viðvaranir í nótt Búast má við hæglætis veðri víðsvegar á landinu í dag. Í kvöld fer hinsvegar að hvessa og klukkan fjögur í nótt taka gular viðvaranir gildi. 16.3.2024 08:33
„Það þýðir ekkert annað en banka upp á hjá erlendum stórfyrirtækjum“ Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnti á fimmtudag áætlun um íslenska máltækni sem undirstrikar mikilvægi þess að tryggja stafræna framtíð tungumálsins. Áætlunin, sem telur fram sjö afmarkaðar tillögur og kjarnaverkefni, byggir á fyrri máltækniáætlun ráðuneytisins. 16.3.2024 08:00
Hjólbarði undan strætó hafnaði á húsi Nóttin var nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók sneru útköll að mestu að hefðbundnum ölvunar-og hávaðatilkynningum. Þó var eitthvað um fremur óvenjuleg verkefni, til dæmis losnaði hjólbarði undan strætisvagni og endaði á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. 16.3.2024 07:31
Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. 15.3.2024 20:33