Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gæsa­húð merki um gott vín

Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta.

Grind­víkingar í hjólhýsum og pínu­litlum í­búðum

Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Kæra gæsluvarðhaldsúrskurði til Lands­réttar

Fimm af þeim sex sem sitja í gæsluvarðhaldi, vegna gruns um aðild að mansali, peningaþvætti og annarri skipulagðari glæpasamstarfi, hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 

Innköllun á Prime orkudrykkjum

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Um tíu milljón rúm­metrar af kviku undir Svarts­engi

Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar.

Öku­maðurinn al­var­lega slasaður en ekki í lífs­hættu

Maðurinn sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í nótt er alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalands, en er ekki talinn í lífshættu. Jepplingur sem hann keyrði fór út af veginum og lenti á girðingu. 

Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt

Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki.

Sjá meira