Kýldi lögregluþjón í andlitið Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. 23.12.2023 07:52
Varðskipið Freyja til Vestfjarða vegna mikillar snjóflóðahættu Mikil hætta er talin á snjóflóði á norðanverðum Vestfjörðum á aðfangadag. Lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð varðskipsins Freyju sem hélt af stað vestur á firði um miðnætti. 23.12.2023 07:15
Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“ Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré. 22.12.2023 14:55
Þrjátíu milljónir til verkefna gegn fíknisjúkdómum Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. 22.12.2023 14:19
Töfrablær yfir jólahúsi ársins í Kópavogi Daltún 1 er jólahús Kópavogs í ár. Í umsögn dómnefndar segir að einföld litasamsetningin sveipi ákveðnum töfrablæ yfir húsið, allt um kring. Að þessu sinni voru einnig valdar Jólagata og Fjölbýlishús ársins. 22.12.2023 13:37
Anna og Jón algengust Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. 22.12.2023 11:12
Líf færist í skíðabrekkur landsins Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. 22.12.2023 09:20
Daginn tekur að lengja á ný Vetrarsólstöður voru á fjórða tímanum í nótt. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti og hver dagur verður örlítið lengri en dagurinn á undan, mörgum eflaust til mikillar ánægju. 22.12.2023 08:41
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19.12.2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19.12.2023 22:52