Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. 4.9.2025 21:47
Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. 4.9.2025 19:28
Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. 4.9.2025 12:40
Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. 3.9.2025 19:09
Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3.9.2025 12:00
Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert. 19.8.2025 13:17
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gullgrafaræði skýra þá þróun sem hefur verið í bílastæðamálum og segir hana græðgisvæðingu sem hafi fengið að ganga allt of langt. Hann skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður nú þegar. 12.8.2025 12:01
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. 11.8.2025 20:41
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11.8.2025 13:24
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7.8.2025 18:35