Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“

Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær.

Ekki eins­dæmi að svo ungt fólk komi við sögu í al­var­legum saka­málum

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda.

Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja

Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax.

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði

Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild.

Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu

Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið.

Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim

Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu.

Sjá meira