Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:24 Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19