Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2024 14:45 Helga Vala Helgadóttir er einn lögmanna Eddu Bjarkar en hún vinnur nú að því að reyna að koma hreyfingu á málið. Mikilvægast sé að koma Eddu heim. Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“ Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“
Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40