„Bara á Íslandi“ Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka. 16.12.2024 15:25
„Ég elska jólin, börnin og lífið en þetta er of mikið“ Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona veltir fyrir sér hvort hún sé nokkuð ein um að ná ekki utan um allt sem skólinn, frístund og tómstundir bjóði upp á í aðdraganda jólanna. Hún elski auðvitað börnin sín og jólin en sé hreinlega að drukkna. 16.12.2024 13:22
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. 16.12.2024 12:57
Fór með fyrrverandi í bíó Hinn 84 ára gamli Al Pacino bauð fyrrverandi kærustunni sinni, hinni 31 árs gömlu Noor Alfallah í bíó. Það vekur sérlega athygli erlendra slúðurmiðla enda Pacino sagt að þau séu einungis vinir. 16.12.2024 09:08
Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í dag sunnudaginn 15. desember. 15.12.2024 17:31
Missti báða foreldra sína í vikunni Bandaríski grínistinn Conan O' Brien missti foreldra sína í vikunni með þriggja daga millibili. Faðir hans lést á mánudag og móðir hans í gær. 13.12.2024 16:23
Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. 13.12.2024 14:00
Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum. 13.12.2024 10:42
Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:30 sunnudaginn 15. desember næstkomandi. 13.12.2024 07:03
Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn „Myndbandið er innblásið af öllum þessum klassísku gömlu íslensku jólalagamyndböndum,“ segir grínistinn og söngvarinn Villi Neto sem frumsýnir í dag ásamt Vigdísi Hafliðadóttur myndband við jólalagið þeirra Hleyptu ljósi inn. 12.12.2024 20:00