Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið

Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið.

Edda Sif og Vil­hjálmur eignuðust dreng

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson framleiðandi eignuðust dreng á dögunum. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Sturlað augna­blik þegar af­mælis­barnið endaði uppi á borði

„Þessi dagur var í alla staði fullkominn. Gullfallegt veðrið gaf tóninn fyrir því sem varð að frábærri afmælisveislu,“ segir þúsundþjalasmiðurinn, handritshöfundurinn, hugmyndasmiðurinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem fagnaði um helgina stórafmæli sínu þegar hann varð fimmtíu ára.

Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins

Forsvarsmenn Ikea á Íslandi hafa sett fyrstu fatalínuna í sögu húsgagnarisans í sölu hér á landi. Þannig er í fyrsta skipti hægt að versla sér Ikea peysur, Ikea hatt og Ikea regnhlíf svo eitthvað sé nefnt en þó einungis á meðan birgðir endast.

„Þetta er móðgun gegn Ís­landi“

Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. 

Nánast allir í­búar með að­gang að sér­kjörum

Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir.

Hafi enn verið hreinn sveinn

Lisa Marie Presley segir að tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi sagt sér að hann væri hreinn sveinn þegar þau byrjuðu saman árið 1994. Hann var þá 35 ára en hún 25 ára. Jackson lést árið 2009.

Henti lista­verkinu í ruslið

Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet.

Skjá­skotin hafi ekki farið í dreifingu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu.

Sjá meira