Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24.3.2024 21:37
Skál flytur úr mathöllinni Veitingastaðurinn Skál sem hefur verið til húsa í mathöllinni á Hlemmi verður fluttur á næstunni að Njálsgötu 1. Skál hefur verið mjög vinsæll síðustu árin og hlaut meðal annars Bib Gourmand-viðurkenningu Michelin. 24.3.2024 20:15
Besta spá í Bláfjöllum í tíu ár Fjölmargir nýta páskafríið til að skíða hvort sem það er í austurrísku Ölpunum eða Bláfjöllum. Einar Bjarnason, rekstarstjóri Bláfjalla, segir veðurspána fyrir páskana þá bestu sem hann hefur séð í áratug. 24.3.2024 19:41
Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. 24.3.2024 18:41
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24.3.2024 18:16
Flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja haldið áfram yfir veturinn Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja verður boðið út fyrir næsta vetur en aðeins yfir vetrarmánuðina, frá desember til febrúarloka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 24.3.2024 17:54
Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins. 24.3.2024 17:26
Prinsinn og prinsessan „djúpt snortin“ af stuðningnum Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og Prinsessan af Wales, segjast djúpt snortinn af fallegu skilaboðunum sem þeim hafa borist frá því að þau tilkynntu um krabbameinsgreiningu Katrínar. 23.3.2024 23:07
Myndir af eldstöðvunum úr lofti Enn gýs í Sundhnúkagígum og hraunið er orðið hærra en varnargarðarnir sums staðar við Grindavík. Eldstrókarnir sem teygja sig upp í næturhimininn eru sannarlega sjón að sjá. 23.3.2024 22:47
Fjögur fundust látin í íbúð í Noregi Lögreglan í Ål í Noregi fór í húsvitjun í kjölfar þess að henni barst símtal frá fjölskyldumeðlims íbúa sem hafði áhyggjur. Í íbúðinni kom lögregla að fjórum látnum. 23.3.2024 22:00