Alvarlega slasaður eftir skotárás í Ósló Maður á fimmtugsaldri er alvarlega slasaður eftir skotárás í Tøyen í Ósló um átta í kvöld. Lögreglu var gert viðvart um árásina klukkan 19:53 að staðartíma. 23.3.2024 21:40
Vann tæpar níu milljónir í Lottó Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottódrætti kvöldsins og fær hann rúmar 8,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottóappinu. 23.3.2024 20:54
Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23.3.2024 20:19
Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. 23.3.2024 18:40
Varað við gasmengun í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum varar við hugsanlegri gasmengun í Reykjanesbæ vegna breytilegri vindátt í kvöld. Mælt sé með því að fólk í viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkvi á loftræstingu. 23.3.2024 18:05
„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. 23.3.2024 17:56
Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. 22.3.2024 18:48
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22.3.2024 18:07
Lóan er komin Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn og leiðindin. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur staðfestir það í samtali við fréttastofu. 22.3.2024 17:53
Ellefu manns óvart í framboði Að minnsta kosti ellefu manns hófu meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á Ísland.is fyrir slysni. Þau ætluðu öll að mæla með öðrum frambjóðenda en stofnuðu svo sjálf til meðmælasöfnunnar. 22.3.2024 17:40