Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13.3.2025 18:00
Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. 13.3.2025 16:29
Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Íbúðum sem teknar hafa verið af sölu hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum. Sú fjölgun bendir til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. 13.3.2025 15:34
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10.3.2025 23:48
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10.3.2025 23:00
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10.3.2025 22:30
Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir og fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson eignuðust sitt annað barn í gær. 10.3.2025 21:32
Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10.3.2025 20:59
Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10.3.2025 18:11
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3.3.2025 00:03