fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“

„Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur.

Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól

Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt.

Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“

„Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun.

Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki

Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina.

Jeff Bezos meðal þeirra sem skyldaði stjórnendur til að lesa bókina um árangursríka stjórnandann

„Ég viðurkenni alveg að ég hafði smá áhyggjur af því fyrst þegar að ég renndi yfir bókina með þýðingu á henni í huga, hvort hún myndi standast tímans tönn. Hið áhugaverða er að hún svo sannarlega gerir það og í raun er margt sem Drucker talar um í bókinni sem á einmitt sérstaklega vel við nú,“ segir Kári Finnsson, markaðsstjóri og hagfræðingur um bókina Árangursríki stjórnandinn sem nú er komin út.

Sjá meira