Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen. 26.11.2024 17:17
Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. 26.11.2024 07:00
Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í Bæjaralandi, Manchester City gæti tapað sjötta leiknum í röð og þá er fjöldi leikja í Bónus-deild kvenna í körfubolta. 26.11.2024 06:00
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25.11.2024 23:31
Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Leikmenn Leicester City gerðu sér glaðan dag eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu um helgina. Skelltu þeir sér til Kaupmannahafnar, eitthvað sem liðið hefur gert áður, en að þessu sinni er ólíklegt að það beri sama árangur og síðast. 25.11.2024 22:46
Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Danmerkurmeistarar Midtjylland eru jafnir FC Kaupmannahöfn að stigum á toppi efstu deildar þar í landi með 1-0 sigri á Silkeborg í kvöld. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki meistaranna. 25.11.2024 22:00
Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Það er nóg um að vera hjá liðum í Bestu deild karla í fótbolta þó deildin sé farin í vetrarfrí. Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta ár og því er af nægu að taka þessa dagana. 25.11.2024 20:45
Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu West Ham United vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á Newcastle United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. 25.11.2024 19:30
Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah renna allir út á samning næsta sumar. 25.11.2024 18:46
Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25.11.2024 18:01