Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stærsti leikur dagsins fer fram í Madríd þar sem Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd taka á móti Englandsmeisturum Manchester City í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19.2.2025 06:03
Vildu Kane en félagið var ósammála Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra. 18.2.2025 23:32
Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar. 18.2.2025 23:03
Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. 18.2.2025 22:22
Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Melsungen vann mikilvægan sigur í Evrópudeild karla í handbolta þar sem Kiel vann á sama tíma stórsigur á Porto. 18.2.2025 21:31
Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22. 18.2.2025 21:05
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18.2.2025 19:49
Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Íslendingalið Benfica og Gummersbach unnu góða sigra í Evrópudeild karla í handbolta. Sigrarnir þýða að liðin eru í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið. 18.2.2025 19:30
Casemiro fer ekki fet Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. 18.2.2025 19:01
Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands. 18.2.2025 18:01