Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dag­skráin í dag: Stór­leikur allra stór­leikja í Madríd

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stærsti leikur dagsins fer fram í Madríd þar sem Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd taka á móti Englandsmeisturum Manchester City í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Vildu Kane en fé­lagið var ó­sam­mála

Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra.

Bayern á­fram: Ótrú­leg dramatík í Meistara­deildinni

Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til.

Sel­foss sá ekki til sólar á Hlíðar­enda

Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.

Feyenoord sló AC Milan út

Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik.

Ca­semiro fer ekki fet

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins.

Skaga­menn horfa á­fram til yngri leik­manna

ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Sjá meira