Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. 13.8.2024 07:01
Dagskráin í dag: Hollywood-liðið frá Wales í Stálborginni og hafnabolti Það eru tvær beinar útsendingar á dagskrá rása Stöðvar 2 Sport í dag. 13.8.2024 06:00
Telur Guardiola og Ancelotti bestu þjálfara Evrópu um þessar mundir Á íþróttavefnum ESPN má finna áhugaverðan lista um þessar mundir. Þar er farið yfir 50 bestu karlkyns knattspyrnuþjálfara Evrópu. Listinn er heldur áhugaverður en fjöldi manna sem ekki eru í starfi um þessar mundir á honum þó svo að efstu sætin séu eftir bókinni. 12.8.2024 23:31
Brentford fær Carvalho frá Liverpool: „Bætir þessu extra við leikmannahópinn“ Fabio Carvalho hefur verið tilkynntur sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Brentford. Þessi 21 árs gamli sóknarþenkjandi miðjumaður kemur frá Liverpool og kostar Brentford 27,5 milljónir sterlingspunda eða nærri fimm milljarða íslenskra króna. 12.8.2024 23:00
Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12.8.2024 22:31
Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. 12.8.2024 21:30
Helgi Fróði á leið til Hollands Helgi Fróði Ingason, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, er á leið til Hollands og mun því ekki klára tímabilið með Stjörnunni. 12.8.2024 20:30
Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. 12.8.2024 20:01
Nóel Atli lagði upp og fór meiddur af velli í endurkomu sigri Álaborgar Álaborg sótti mikilvæg þrjú stig til Viborg í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar og lagði upp annað mark liðsins. Þá lagði Hlynur Freyr Karlsson einnig upp mark í fjörugum leik í efstu deild Svíþjóðar. 12.8.2024 19:15
Royal færir sig frá Lundúnum til Mílanó Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Hann kostar Mílanó-liðið 15 milljónir evra eða rúma 2,2 milljarða íslenskra króna. 12.8.2024 18:31