Frá þessu greina Skagamenn á samfélagsmiðlum sínum. ÍA hafði þegar sótt tvo unga og efnilega leikmenn, þá Brynjar Óðinn Atlason frá Hamri í Hveragerði og Daníel Michal Grzegorzsson frá KFA á Austurlandi. Jón Sölvi Símonarson kom þá frá Breiðabliki og Vísir getur staðfest að Skagamenn horfa enn til Hveragerðis í leit að ungum og efnilegum leikmönnum.
„Jón Viktor kemur til félagsins frá Haukum í Hafnarfirði þar sem hann er uppalinn og hefur stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. Jón Viktor er tæknilega öflugur miðjumaður, gríðarlega efnilegur og hefur verið hluti af unglingalandsliðum Íslands. Þar á meðal leikið 3 leiki fyrir U15 ára landslið Íslands,“ segir í yfirlýsingu ÍA.
ÍA mætir Fram á Lambhagavelli í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 6. apríl næstkomandi.