Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rán­dýr

Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan.

Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæ­streng

Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar.

Senda Trump skila­boð og auka við­búnað við Græn­land

Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Kín­versk kú­vending leiddi til hruns vestan­hafs

Hlutabréf stórra tæknifyrirtækja hríðféllu í virði í dag eftir að lítið þekkt kínverskt fyrirtæki opinberaði nýja gervigreind í síðustu viku. Fyrirtækið DeepSeek opinberaði mállíkan sem á að standa í hárinu á sambærilegri gervigreind eins og ChatGPT í eigu OpenAI en fyrir brot af kostnaðinum.

Berjast fyrir lífinu í GameTíví

Það er hryllingskvöld hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að spila leikinn Nuclear Nightmare sem gengur út á það að vinna saman til að lifa af í mjög svo hættulegum heimi, eins og nafn leiksins gefur til kynna.

Myndi setja ríkis­stjórnina í „al­gjöra úlfa­kreppu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot.

Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum upp­reisnar­manna

Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu.

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna á­taka í Kólumbíu

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela.

Sau­tján ára máli Amöndu Knox lýkur með sak­fellingu

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007.

Sjá meira