Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja rann­saka meint sam­ráð með OPEC

Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til.

Stígur ekki til hliðar vegna um­deildra fána

Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu.

Verð­bólgan tekur smá kipp upp á við

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum.

Senua’s Saga: Hellblade 2: Merki­lega flott staf­ræn upp­lifun

Senua’s Saga: Hellblade 2 er merkilega flottur leikur og áhrifamikill en hann getur á köflum verið merkilega langdreginn. Það er þótt það taki bara nokkrar klukkustundir að spila sig í gegnum hann. Auk grafíkarinnar stendur hljóð leiksins uppúr.

Kvið­dóm­endur leggjast undir feld í dag

Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta.

Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá meira