Ákærur gegn Comey og James felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 15:56 James Comey, Lindsey Halligan og Letitia James. AP Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira