Fyrstu loftárásir Ísraela í Íran frá 1979 Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979. 19.4.2024 16:40
Ný kynslóð vélmenna vekur óhug Forsvarsmenn fyrirtækisins Boston Dynamics, sem hefur lengi gert garðinn frægan með þróun vélmenna, kynntu á dögunum nýja kynslóð Atlas vélmenna. Atlas vélmennin hafa í nærri því áratug vakið mikla athygli fyrir töluverða hreyfigetu. 19.4.2024 15:17
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19.4.2024 14:04
Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19.4.2024 12:08
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19.4.2024 09:44
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18.4.2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18.4.2024 14:27
Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. 18.4.2024 13:31
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18.4.2024 11:43
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18.4.2024 10:19