Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Byrjunarlið Manchester United í leiknum við Fulham í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur verið birt. Altay Bayindir heldur sæti sínu í markinu en Andre Onana er samt kominn inn í hópinn. 24.8.2025 14:29
Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Elías Rafn Ólafsson heldur áfram að verja mark Midtjylland en eftir þrjá leiki í röð án þess að hafa fengið á sig mark, þar af tvo í Evrópudeildinni, varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag. 24.8.2025 14:16
Kristján tekinn við liði í Portúgal Fótboltaþjálfarinn Kristján Guðmundsson var ekki lengi án starfs eftir að hafa hætt hjá kvennaliði Vals um síðustu mánaðamót. Hann hefur nú fengið starf í Portúgal. 24.8.2025 13:15
Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Það kom upp ansi vandræðalegt augnablik í beinni útsendingu Sky Sport í Þýskalandi í gær þegar spyrillinn Katharina Kleinfeldt virtist ekki þekkja fyrirliða Werder Bremen, Marco Friedl, í sjón. 24.8.2025 12:47
Arnar og Bjarki unnu golfmót Þó að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir séu þekktari fyrir afrek sín tengd fótbolta þá kunna þeir greinilega líka að vinna vel saman í golfi. 24.8.2025 12:15
Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Belgíski markvörðurinn Senne Lammens er ekki í leikmannahópi Antwerpen í dag og nú er útlit fyrir að hann gangi í raðir Manchester United. Í hinum hluta Manchester-borgar færast City-menn nær því að klófesta Gianluigi Donnarumma. 24.8.2025 11:31
Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Brynjólfur Willumsson hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum. 24.8.2025 11:01
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24.8.2025 10:35
Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Hinn kólumbíski Luis Muriel, sem lengi spilaði á Ítalíu og Spáni, átti ansi skrautlega innkomu fyrir Dag Dan Þórhallsson í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. 24.8.2025 10:01
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24.8.2025 09:31