Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Ákvörðun allra ákvarðana“ sem körfuboltagoðsögnin LeBron James sagði að væri í pípunum reyndist síður en svo eins spennandi eða fréttnæm og hann hafði gefið til kynna. Aðeins var um auglýsingu að ræða. 7.10.2025 20:39
Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Afturelding spilar leik upp á líf og dauða að Varmá sunnudaginn 19. október, við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þjálfarinn og tveir lykilmenn Aftureldingar verða þá í banni. 7.10.2025 19:13
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7.10.2025 18:46
Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Spænski bakvörðurinn Jordi Alba hefur nú tilkynnt að hann muni leggja takkaskóna á hilluna í vetur, þegar tímabili hans með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni lýkur. 7.10.2025 18:00
Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eða Hófí Dóra, stóð uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni Suður-Ameríkubikarsins í bruni og risasvigi í Síle. Þessi fremsta skíðakona landsins segir niðurstöðuna koma skemmtilega á óvart og hún mun taka stórt skref upp heimslistann. 2.10.2025 16:45
Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Amir Mehica hefur verið ráðinn markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en mun samhliða starfinu áfram starfa sem markmannsþjálfari Þróttar. 2.10.2025 13:12
„Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Valskonur unnu sætan sigur gegn Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld, 88-79, þrátt fyrir að hafa lent tólf stigum undir í þriðja leikhluta. Hin bandaríska Reshawna Stone átti risastóran þátt í því. 2.10.2025 13:00
Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 2.10.2025 12:30
Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson hefur ákveðið að segja skilið við Tindastól, eftir að hafa stýrt fótboltaliðum félagsins í 200 leikjum í meistaraflokki. Ljóst er að spennandi tækifæri gæti beðið hans eftir frábæran árangur við erfiðar aðstæður. 2.10.2025 07:32
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1.10.2025 22:30