Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti. 4.12.2022 10:31
Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik. 4.12.2022 10:00
Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja. 4.12.2022 09:30
Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. 3.12.2022 16:31
Anna Björk í liði Inter sem bið lægri hlut gegn samherjum Söru Bjarkar Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekkert við sögu í liði Juventus sem vann 2-0 útisigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter. 3.12.2022 15:46
Pele settur í lífslokameðferð Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum. 3.12.2022 15:01
Manchester United á toppinn eftir stórsigur Manchester United vann 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag fyrir framan rúmlega 30.000 manns á Old Trafford. 3.12.2022 14:46
Gabriel Jesus ekki meira með í Katar Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins. 3.12.2022 13:56
Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. 3.12.2022 12:00
Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag. 3.12.2022 11:31