Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1.12.2022 19:49
Ýmir og félagar höfðu betur gegn lærisveinum Guðjóns Vals Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á Gummersback í þýska handboltanum í dag. Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Löwen og þeir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru í liði Gummersbach. 1.12.2022 18:52
Þorsteinn Gauti valinn í finnska landsliðið Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur óvænt verið valinn í finnska landsliðið í handknattleik en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Fram í dag. 1.12.2022 18:01
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. 1.12.2022 07:00
Dagskráin í dag: Subway-deild karla, rafíþróttir og golf Eins og venjulega er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport. Tveir leikir verða í beinni útsendingu í Subway-deild karla og þá verður sýnt frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. 1.12.2022 06:01
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30.11.2022 23:31
Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. 30.11.2022 23:00
Ben White yfirgefur enska hópinn Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt. 30.11.2022 22:16
Engin íslensk mörk í Meistaradeildinni Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Haukur Þrastarson fagnaði sigri en Bjarki Már Elísson hjá Veszprem og Orri Freyr Þorkelsson í liði Elverum þurftu að sætta sig við töp. 30.11.2022 21:45
Mexíkó féll úr keppni á minnsta mun Mexíkó vann 2-1 sigur á Sádi Arabíu á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn var þó súrsætur því Mexíkó hefði þurft eitt mark í viðbót til að hirða annað sætið af Pólverjum og tryggja sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 30.11.2022 21:15