„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. 16.11.2022 22:30
Orri Steinn tryggði U-19 ára landsliðinu sigur í undankeppni EM U-19 ára landslið karla í knattspyrnu vann í kvöld góðan sigur á Skotum í fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleiknum. 16.11.2022 22:20
Mexíkó fara með tap á bakinu til Katar Mexíkó tapaði 2-1 fyrir Svíum í síðasta æfingaleik liðsins áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst. Þá unnu Ítalir sigur á Albaínu en Evrópumeisturunum mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu. 16.11.2022 22:10
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16.11.2022 21:39
Danir hirtu efsta sætið af Norðmönnum Danir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Noreg að velli í síðasta leik liðanna í milliriðli á Evrópumóti kvenna í handknattleik í kvöld. Danir hirða þar með efsta sæti riðilsins af Norðmönnum og mæta Svartfjallalandi í undanúrslitum. Noregur mætir hins vegar Frakklandi sem valtaði yfir Spán í kvöld. 16.11.2022 21:24
Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó. 16.11.2022 21:13
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16.11.2022 21:01
Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. 16.11.2022 20:39
„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. 16.11.2022 20:25
Öruggur sigur Argentínu en bras á Þjóðverjum gegn Óman Argentína vann 5-0 stórsigur á Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í kvöld. Þjóðverjar lentu hins vegar í óvæntu basli með Óman. 16.11.2022 19:35