Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12.10.2024 09:01
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11.10.2024 20:39
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. 10.10.2024 07:32
Dagskráin í dag: Bónus-deildar veisla og Þjóðadeildin á fullt Önnur umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fjórum leikjum. Pavel Ermolinskij verður á sínum stað með GAZið og þá verður enska landsliðið í eldlínunni í Þjóðadeild UEFA. 10.10.2024 06:00
Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. 9.10.2024 23:17
Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. 9.10.2024 22:33
Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. 9.10.2024 21:31
Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Haukar og Aþena áttust við í Bónus-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Reynslumikið lið Hauka hafði þar betur gegn nýliðum Aþenu og vann fimmtán stiga sigur. 9.10.2024 21:16
Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Sædís Rún Heiðarsdóttir lék allan leikinn með norska liðinu Vålerenga sem mætti Juventus í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá áttust stórlið Manchester City og Barcelona við. 9.10.2024 21:12
Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. 9.10.2024 20:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent