Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Innlögnum ekki að fjölga

Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum.

Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleði­gjafi“

Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn.

Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum

Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin.

Undanþágur gerðar vegna meðalhófs

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn.

Hitti son sinn í fyrsta skipti

Það urðu fagnaðarfundir þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í morgun. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist. Þau eru þakklát íslenskum stjórnvöldum.

Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 

„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“

Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum.

Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á

Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni.

Sjá meira