Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. 2.11.2021 12:09
Icelandair vill að sóttvarnalæknir losi ferðamenn við skyldubundið Covid-próf Talsmaður Icelandair kallar eftir því að ferðamönnum hætti að vera gert að sýna fram á neikvætt Covid-próf við komu til landsins, eins og gildir víðast hvar á Norðurlöndunum. Sóttvarnalæknir er með tillögur í smíðum að breytingum á landamærunum. 1.11.2021 22:00
Krefst svara um lögreglumann sem beri fasísk merki og „veitist að þolendum“ Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið mál lögregluþjóns til skoðunar, sem liggur undir ámæli vegna umdeildra ummæla um þolendur kynferðisbrota á Facebook. Lögreglumaðurinn hefur eytt færslum sínum en er harðlega gagnrýndur af varaþingmanni Pírata. 1.11.2021 20:41
Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1.11.2021 12:23
Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar. 31.10.2021 20:57
Smitaðist beint eftir hjartaaðgerð og kveðst eiga líf sitt bóluefnum að þakka Maður sem smitaðist af Covid-19 inni á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Það hefði enginn þurft að smitast þarna inni að sögn mannsins, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. 31.10.2021 20:06
Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. 31.10.2021 12:12
Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og sex á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 32 þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví við greiningu, sem er rúmur helmingur. Hlutfallið hefur verið svipað undanfarna daga. 31.10.2021 11:08
Jólasveinninn gæti lent í vandræðum Jólasveinum er vandi á höndum víða um Evrópu vegna mikilla verðhækkana á leikföngum. Og ekki aðeins er dótið dýrara, heldur er vöruskortur líka farinn að bíta leikfangaverslanir. 30.10.2021 23:44
Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. 30.10.2021 19:15