Smitaðist beint eftir hjartaaðgerð og kveðst eiga líf sitt bóluefnum að þakka Snorri Másson skrifar 31. október 2021 20:06 Arnar Gunnar Hjálmtýsson er á meðal þeirra sem smitaðist af Covid-19 inni á hjartadeild í hópsýkingu í síðustu viku. Stöð 2/Sindri Maður sem smitaðist af Covid-19 inni á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Það hefði enginn þurft að smitast þarna inni að sögn mannsins, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. Fimm sjúklingar og tveir starfsmenn greindust með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp á hjartadeild Landspítalans í síðustu viku. Enginn þeirra hefur veikst lífshættulega samkvæmt nýjustu upplýsingum. Einn þessara sjúklinga er Arnar Gunnar Hjálmtýsson, sem var nýbúinn í hjáveituaðgerð sem er flókin aðgerð. Fréttastofa tók hann tali þar sem hann dvelur á farsóttarhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Af öllum stöðum segist Arnar síst hafa átt von á að smitast inni á sjúkrahúsi eftir að hafa gætt sín í gegnum faraldurinn. Klippa: Það hefur kannski bjargað lífi mínu Þegar Arnar smitaðist lá hann og jafnaði sig í tveggja manna herbergi á hjartaskurðdeild. „Mér skilst að það hafi verið dóttir mannsins sem lá við hliðina á mér sem smitaði hann. Hann smitaði mig svo og ég er síðan þarna kannski í tvo daga veikur inni á deildinni án þess að nokkur viti af því. Ég fer náttúrulega á klósett og fram að fá mér vatn og annað slíkt sko,“ segir Arnar. Gestakomur voru leyfðar á hjartaskurðdeildinni en voru sagðar takmarkast við ákveðinn fjölda. „Eftir á að hyggja, og það er auðvitað alltaf gott að vera gáfaður eftir á, en það hefði átt að sleppa gestum inn á þessa deild. Það hefði verið óþarfi að við hefðum allir smitast, það er kannski svona aðalmálið í þessu,“ segir Arnar. Eftir að sjúklingarnir greindust með Covid voru þeir fluttir á deild A7 á Borgarspítala, þar sem Arnar segir farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við starfsfólk. „Það er enginn sem tekur á móti okkur og við erum þarna eins og illa gerðir hlutir, allir nýkomnir úr stórum hjartaaðgerðum. Enginn af okkur ætlaði að smitast af Covid þarna inni, maður hefur verið hérna allan tímann á meðan covid er að reyna að koma í veg fyrir að maður smitist, og svo þegar maður er kominn þarna inn, þá smitast maður,“ segir Arnar. Fólk þarf ekki að kvíða veirunni Arnar er heilsuhraustur að eðlisfari og stóð aðgerðina vel af sér. Hann hefur nú verið í einangrun í rúma viku. „Ég náttúrulega fór í sprautur og það hefur kannski bjargað lífi mínu, ég vil meina það. Ég hef ekki fundið fyrir Covid, ekki fengið hita eða neitt sko. Ég mæli bara með því fyrir alla sem eru að spá í það að það borgar sig að fara í sprautur. Aftur á móti vil ég líka meina að fenginni reynslu að fólk þarf ekki að óttast Covid í dag, ég í þessari stöðu, þeir sem eru búnir að fara í sprautur og fara eftir því sem landlæknir og sóttvarnalæknir hefur verið að gera þurfa ekki að kvíða neinu varðandi Covid,“ segir Arnar, sem fékk tvær sprautur af Pfizer fyrr á árinu. Arnar er farið að lengja eftir upplýsingum um útskrift sína. Hann kveðst hafa átt mjög óánægjuleg samskipti við ákveðna starfsmenn sjúkrahússins en þakkar heilbrigðisstarfsfólki þó á heildina litið fyrir það sem gert hefur verið fyrir hann. „Ég er nú búinn að sýna gríðarlega mikla þolinmæði. Ég átti að vera kominn heim fyrir 10 dögum síðan og það er ekki haft eitt orð samband við mig, ekki eitt orð. Ég ætlaði bara að fá að vita hvernig útskrift færi fram og eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar, en nýlega var tilkynnt um að einangrun gæti héðan af staðið í aðeins sjö daga hjá þeim sem ekki sýndu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 „Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. 26. október 2021 18:54 Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. 26. október 2021 11:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fimm sjúklingar og tveir starfsmenn greindust með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp á hjartadeild Landspítalans í síðustu viku. Enginn þeirra hefur veikst lífshættulega samkvæmt nýjustu upplýsingum. Einn þessara sjúklinga er Arnar Gunnar Hjálmtýsson, sem var nýbúinn í hjáveituaðgerð sem er flókin aðgerð. Fréttastofa tók hann tali þar sem hann dvelur á farsóttarhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Af öllum stöðum segist Arnar síst hafa átt von á að smitast inni á sjúkrahúsi eftir að hafa gætt sín í gegnum faraldurinn. Klippa: Það hefur kannski bjargað lífi mínu Þegar Arnar smitaðist lá hann og jafnaði sig í tveggja manna herbergi á hjartaskurðdeild. „Mér skilst að það hafi verið dóttir mannsins sem lá við hliðina á mér sem smitaði hann. Hann smitaði mig svo og ég er síðan þarna kannski í tvo daga veikur inni á deildinni án þess að nokkur viti af því. Ég fer náttúrulega á klósett og fram að fá mér vatn og annað slíkt sko,“ segir Arnar. Gestakomur voru leyfðar á hjartaskurðdeildinni en voru sagðar takmarkast við ákveðinn fjölda. „Eftir á að hyggja, og það er auðvitað alltaf gott að vera gáfaður eftir á, en það hefði átt að sleppa gestum inn á þessa deild. Það hefði verið óþarfi að við hefðum allir smitast, það er kannski svona aðalmálið í þessu,“ segir Arnar. Eftir að sjúklingarnir greindust með Covid voru þeir fluttir á deild A7 á Borgarspítala, þar sem Arnar segir farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við starfsfólk. „Það er enginn sem tekur á móti okkur og við erum þarna eins og illa gerðir hlutir, allir nýkomnir úr stórum hjartaaðgerðum. Enginn af okkur ætlaði að smitast af Covid þarna inni, maður hefur verið hérna allan tímann á meðan covid er að reyna að koma í veg fyrir að maður smitist, og svo þegar maður er kominn þarna inn, þá smitast maður,“ segir Arnar. Fólk þarf ekki að kvíða veirunni Arnar er heilsuhraustur að eðlisfari og stóð aðgerðina vel af sér. Hann hefur nú verið í einangrun í rúma viku. „Ég náttúrulega fór í sprautur og það hefur kannski bjargað lífi mínu, ég vil meina það. Ég hef ekki fundið fyrir Covid, ekki fengið hita eða neitt sko. Ég mæli bara með því fyrir alla sem eru að spá í það að það borgar sig að fara í sprautur. Aftur á móti vil ég líka meina að fenginni reynslu að fólk þarf ekki að óttast Covid í dag, ég í þessari stöðu, þeir sem eru búnir að fara í sprautur og fara eftir því sem landlæknir og sóttvarnalæknir hefur verið að gera þurfa ekki að kvíða neinu varðandi Covid,“ segir Arnar, sem fékk tvær sprautur af Pfizer fyrr á árinu. Arnar er farið að lengja eftir upplýsingum um útskrift sína. Hann kveðst hafa átt mjög óánægjuleg samskipti við ákveðna starfsmenn sjúkrahússins en þakkar heilbrigðisstarfsfólki þó á heildina litið fyrir það sem gert hefur verið fyrir hann. „Ég er nú búinn að sýna gríðarlega mikla þolinmæði. Ég átti að vera kominn heim fyrir 10 dögum síðan og það er ekki haft eitt orð samband við mig, ekki eitt orð. Ég ætlaði bara að fá að vita hvernig útskrift færi fram og eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar, en nýlega var tilkynnt um að einangrun gæti héðan af staðið í aðeins sjö daga hjá þeim sem ekki sýndu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 „Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. 26. október 2021 18:54 Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. 26. október 2021 11:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50
„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. 26. október 2021 18:54
Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. 26. október 2021 11:45