Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni

Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni.

Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk

Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag.

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi

Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað.

Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar

Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok.

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

Sjá meira