Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. 17.9.2021 21:05
Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. 17.9.2021 12:12
Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. 16.9.2021 21:20
Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. 16.9.2021 20:30
Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. 16.9.2021 12:41
Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. 15.9.2021 21:15
Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15.9.2021 20:20
Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15.9.2021 13:18
„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu. 8.9.2021 19:20
Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. 7.9.2021 12:17