Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Snorri Másson skrifar 16. september 2021 20:30 Finni á Prikinu er að taka við Iðnó og töluverðar breytingar eru fram undan. Stöð 2 Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð. Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð.
Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira